Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 11:01 Meiri ró er að færast yfir gosstöðvarnar. Vísir/einar Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. Síðdegis í gær lýsti Veðurstofa Íslands yfir goshléi á eldgosinu við Litla Hrút á Reykjanesskaga, þar sem gosið hefur síðan 10.júlí. Gosórói hafði minnkað jafnt og þétt og klukkan 15 í gær var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar hafa ekki numið neina virkni í nótt en þó þykir enn ekki tímabært að lýsa yfir goslokum þar sem dæmi eru um að gos á þessum slóðum geti hafist á ný eftir að hafa fjarað út. Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum standa enn vaktina á svæðinu. „Veðurstofan kemur til með að endurmeta hættumat sitt í vikunni en að öðru leiti hefur þetta ekki mikil áhrif í sjálfu sér á störf viðbragðsaðila. en það er ljóst að ferðamönnum fer fækkandi dag frá degi á meðan ekki gýs,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir aðalega erlenda ferðamenn hafa verið á svæðinu í gær. Áfram verður opið inn að gossvæðinu frá Suðurstrandavegi í dag en þrátt fyrir að hlé hafi orðið á gosinu verður svæðið áfram lokað frá klukkan sex. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að goslok myndu hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.Vísir/Baldur Gengur erfiðlega að manna vaktir Úlfar segir að séð frá frá sjónarhorni lögreglu hafi goshléið komið á besta tíma. „Það verður að segjast eins og er að okkur gengur mjög erfiðlega að manna vaktir, bæði lögreglu og björgunarsveita, ég tala nú ekki um þessa helgi, Verslunarmannahelgina. En ef það dregur áfram úr þessu og hvað þá ef þetta er búið, þá kemur það til með að hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Síðdegis í gær lýsti Veðurstofa Íslands yfir goshléi á eldgosinu við Litla Hrút á Reykjanesskaga, þar sem gosið hefur síðan 10.júlí. Gosórói hafði minnkað jafnt og þétt og klukkan 15 í gær var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar hafa ekki numið neina virkni í nótt en þó þykir enn ekki tímabært að lýsa yfir goslokum þar sem dæmi eru um að gos á þessum slóðum geti hafist á ný eftir að hafa fjarað út. Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum standa enn vaktina á svæðinu. „Veðurstofan kemur til með að endurmeta hættumat sitt í vikunni en að öðru leiti hefur þetta ekki mikil áhrif í sjálfu sér á störf viðbragðsaðila. en það er ljóst að ferðamönnum fer fækkandi dag frá degi á meðan ekki gýs,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir aðalega erlenda ferðamenn hafa verið á svæðinu í gær. Áfram verður opið inn að gossvæðinu frá Suðurstrandavegi í dag en þrátt fyrir að hlé hafi orðið á gosinu verður svæðið áfram lokað frá klukkan sex. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að goslok myndu hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.Vísir/Baldur Gengur erfiðlega að manna vaktir Úlfar segir að séð frá frá sjónarhorni lögreglu hafi goshléið komið á besta tíma. „Það verður að segjast eins og er að okkur gengur mjög erfiðlega að manna vaktir, bæði lögreglu og björgunarsveita, ég tala nú ekki um þessa helgi, Verslunarmannahelgina. En ef það dregur áfram úr þessu og hvað þá ef þetta er búið, þá kemur það til með að hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira