Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 10:38 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.” Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.”
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira