Af hverju er þörf á uppbyggingu í Landmannalaugum? Eggert Valur Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun