Páfinn segir mikilvægt að hlusta á þolendur kynferðisofbeldis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 11:05 Nær fimm þúsund börn hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950. EPA Frans páfi sat í gær fund með þrettán einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að vera þolendur kynferðisofbeldis klerka innan kaþólsku kirkjunnar. Í kjölfarið sagði hann það það mikilvægt að hlýða á raddir fórnarlambanna. Fundurinn fór fram í Portúgal þar sem Frans er nú staddur. Í tilkynningu frá Vatíkaninu segir að á fundinum hafi hlustun verið í fyrirrúmi. Í messu í Lissabon um kvöldið sagði hann að kirkjan yrði að hlusta á „angistaróp þolenda“. Í frétt BBC kemur fram að meira en 4800 börn hafi verið misnotuð innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950, þar af 564 af prestum eða öðrum embættismönnum, samkvæmt skýrslu sem unnin var á ráðstefnu biskupa í Portúgal í febrúar. Forseti ráðstefnunnar sagði þær tölur algjört lágmark og líklega væri tala þolenda mun hærri. Á síðustu árum hafa rannsóknarskýrslur leitt í ljós gífurlegan fjölda kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar, sem hefur orðið uppvís að því að hylma yfir barnaníð og annað ofbeldi innan hennar. Í skýrslu sem birt var árið 2021 kom fram að um það bil 216 þúsund börn höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Síðastliðinn júlí var greint frá því að kaþólska kirkjan á Spáni hefði afhjúpað nær þúsund meinta gerendur kynferðisofbeldis innan kirkjunnar sem höfðu brotið af sér á sama tímabili. Þá greindi kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi frá því í febrúar á þessu ári að um fjórtán prósent vígðra embættismanna innan kaþólsku kirkjunnar hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi frá árinu 1950. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Portúgal Tengdar fréttir Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16 Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44 Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Fundurinn fór fram í Portúgal þar sem Frans er nú staddur. Í tilkynningu frá Vatíkaninu segir að á fundinum hafi hlustun verið í fyrirrúmi. Í messu í Lissabon um kvöldið sagði hann að kirkjan yrði að hlusta á „angistaróp þolenda“. Í frétt BBC kemur fram að meira en 4800 börn hafi verið misnotuð innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950, þar af 564 af prestum eða öðrum embættismönnum, samkvæmt skýrslu sem unnin var á ráðstefnu biskupa í Portúgal í febrúar. Forseti ráðstefnunnar sagði þær tölur algjört lágmark og líklega væri tala þolenda mun hærri. Á síðustu árum hafa rannsóknarskýrslur leitt í ljós gífurlegan fjölda kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar, sem hefur orðið uppvís að því að hylma yfir barnaníð og annað ofbeldi innan hennar. Í skýrslu sem birt var árið 2021 kom fram að um það bil 216 þúsund börn höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Síðastliðinn júlí var greint frá því að kaþólska kirkjan á Spáni hefði afhjúpað nær þúsund meinta gerendur kynferðisofbeldis innan kirkjunnar sem höfðu brotið af sér á sama tímabili. Þá greindi kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi frá því í febrúar á þessu ári að um fjórtán prósent vígðra embættismanna innan kaþólsku kirkjunnar hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi frá árinu 1950.
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Portúgal Tengdar fréttir Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16 Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44 Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16
Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44
Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55