Drapst eftir ákafar samfarir með bróður sínum Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 11:02 Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst af áverkum sínum. Mote Sækýrin Hugh drapst eftir að hafa stundað ákaft kynlíf með bróður sínum, Buffett, í heilan dag á sædýrasafninu Mote Marine Laboratory & Aquarium í Flórída. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum: Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum:
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira