Vill aflýsa keppni helgarinnar ef ekki verði hægt að tryggja öryggi ökumanna Siggeir Ævarsson skrifar 27. júlí 2023 19:08 Árekstrar eru tíðir í formúlu 1, en tvö banaslys hafa orðið á Spa-Francorchamps á síðustu fjórum árum GETTY IMAGES George Russell, ökumaður Mercedes, segir að stjórn FIA verði að setja öryggi ökumanna í forgang og aflýsa keppninni á Spa-Francorchamps í Belgíu ef aðstæður verði ekki öruggar um helgina. Tvö banaslys hafa orðið á brautinni á síðustu fjórum árum. Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16