„Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2023 21:00 Isaac Kwateng hefur starfað hjá Þrótti í um eitt og hálft ár. Hann hefur þó búið hér á landi mun lengur en það. Vísir/Ívar Fannar Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac. Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac.
Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira