Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 08:11 Barber segist ekki óttast dauðann en hann sé hræddur við aðferðina sem yfirvöld hyggjast nota til að taka hann af lífi. Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira