Kjartan Henry: Er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá Andri Már Eggertsson skrifar 18. júlí 2023 22:40 Kjartan Henry í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var svekktur eftir 1-0 tap gegn KR. Kjartan Henry svaraði fyrir það hvers vegna hann tók ekki við viðurkenningu frá KR fyrir leik. „Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik. KR FH Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
„Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik.
KR FH Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira