Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2023 08:00 Yasmine vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. Instagram „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“ Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“
Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira