Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Kristján Már Unnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. júlí 2023 20:42 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir mikið í húfi. Vísir/Arnar Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. „Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“ Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
„Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“
Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19
Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30