„Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 16:17 Kjartan er ekki ánægður með að þessir ungu menn fái ekki launahækkun í sumar. Reykjavíkurborg/Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar. Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar.
Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58