Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 14:00 Það var létt yfir leiðtogum NATO við upphaf fyrsta fundar í Úkraínuráðinu. Volodymyr Zelensky tekur hér í hönd gestgjafa leiðtogafundarins, Gitanas Nauseda forseta Litháen. Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ítalíu eru á milli þeirra. AP/Doug Mills Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59