Negla Damirs kom Gísla ekki á óvart: Hef séð þetta nokkrum sinnum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:31 Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson í viðtali eftir sigurinn á Shamrock Rovers í gær. breidablik_fotbolti Kristinn Steindórsson og Gísla Eyjólfsson mættu í viðtal eftir 1-0 sigur Breiðabliks á írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira