Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. júlí 2023 21:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira