Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Máni Snær Þorláksson skrifar 10. júlí 2023 21:33 Fólk er mætt á gossvæðið en varað hefur verið við lífshættulegri gasmengun á svæðinu. Ísak Finnbogason Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira