Þyrluflug yfir gosstöðvar Oddur Ævar Gunnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 17:26 Strax er eldgosið við Litli-Hrút orðið að miklu sjónarspili. vísir/vilhelm Vísir var í beinni útsendingu frá þyrluflugi yfir nýjum gosstöðvum á Reykjanesi eftir að gos hófst um klukkan 16:40 við Litla-Hrút. Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira