Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 12:12 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira