Skjálfti gærkvöldsins „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2023 11:48 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Sigurjón Jarðeðlisfræðingur segir afar óvenjulegt að jafn stórir jarðskjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Þrátt fyrir það séu ekki teikn á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi. Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51
Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24