Sjötti sigurinn í röð hjá Verstappen Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 16:00 Max Verstappen er með yfirburðastöðu í Formúlu 1. Vísir/Getty Það fær ekkert stöðvarð ökuþórinn Max Verstappen í Formúlu 1. Hann vann nú áðan sinn sjötta sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Silverstone brautinni í Bretlandi. Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira