Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 10:58 Skólastjóri Laugarnesskóla og fleira starfsfólk í skólanum hefur þurft að hætta vegna myglu. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. „Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“ Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“
Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira