Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Máni Snær Þorláksson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. júlí 2023 22:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talað sé um að eldgos muni hefjast eftir klukkustundir til daga. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. „Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira