Hægir á landrisi, dregur úr skjálftum og „stefnir allt í gos“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2023 11:43 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Enn hægist á landrisi og dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, rétt eins og fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Eldfjallafræðingur segir allt stefna í eldgos, en kvika geti þó mallað í lengri tíma grunnt undir jarðskorpunni. Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10
Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30