Sjálfbært Ísland og smitáhrif okkar á heimsvísu Katrín Jakobsdóttir skrifar 6. júlí 2023 08:00 Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun