Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 1. júlí 2023 08:30 Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Vinnumarkaður Hinsegin Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun