Hvalveiðibann byggt á misskilningi? Kristófer Már Maronsson skrifar 28. júní 2023 07:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Hvalveiðar Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar