Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júní 2023 21:28 Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur Indó. Vísir/Vilhelm Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira