„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. júní 2023 18:04 Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. „Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira