Sjóherinn nam „frávik“ á sama tíma og samband rofnaði við Titan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2023 07:02 Það þykir mildi að farþegar Titan hafa líklega látist samstundis þegar farið féll saman. AP/Lindsey Wasson Fregnir hafa borist af því að bandaríski sjóherinn hafi numið „frávik“ neðansjávar á sunnudag, sem var líklega sprengingin sem varð þegar kafbáturinn Titan féll saman vegna þrýstings. Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“ Bandaríkin Titanic Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“
Bandaríkin Titanic Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira