Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júní 2023 22:25 Íslandsbanki hefur þegið boðið fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með samkomulagi um sátt. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira