Höldum okkur við staðreyndir um hvalveiðibannið Katrín Oddsdóttir skrifar 22. júní 2023 17:32 1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Katrín Oddsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun