Að mála skrattann á vegginn Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 22. júní 2023 15:00 Brotin boðorð á bílskúrsvegg Siðavandur spyr hvað sé til ráða vegna dónalegra, ögrandi og meiðandi orða og teikninga nágranna á bílskúrsgafli við lóðamörk en þessi ófögnuður blasi við úr stofu- og eldhúsglugga í húsi fyrirspyrjanda. Spurt er hver sé réttur fólks í slíkum tilvikum? Mega perrar og hálfperrar mála hvað sem er á vegginn sinn? Þurfa nágrannar að þola hvaða viðbjóð sem er? Má maður sjálfur fara á stúfana og mála yfir svona nokkuð? Siðvandur tekur fram að þessi maður hafi verið í lagi og góðvinur sinn þar til hann hafi fengið þá flugu í höfuðið að Siðavandur ætti vingott við konu sína. Það segir Siðavandur ýkjur og nánast úr laus lofti gripið eða þannig. Fram til þess hafi gaflinn verið einlitur og ekki sært blygðunarsemi neins. Nú séu þar hæðnisleg og klúr skilaboð og dónalegar myndir og teikningar. Einnig séu þar hreinar svívirðingar, dónaskapur, klám og jafnvel hótanir, dulbúnar þó. Segir Siðavandur að þetta beinist allt ljóst og leynt að sér vegna áðurnefndra ranghugmynda nágrannans. Siðavandur segir þetta valda fjölskyldu sinni mikilli armmæðu og hugarvíli.. Kona sín sé buguð og eyðilögð og vilji helst flytja, börnin eigi mjög bágt og aldraðir foreldrar hans og tengdaforeldrar geti ekki horft upp á þetta og séu hættir að koma í heimsókn. Vinnufélagar, vinir og aðrir nágrannar hafi þetta margir í flimtingum og séu með eilíf skot og pílur. Sumir séu líka meira að segja farnir að gruna hann um græsku. Ókunnugt fólk sé farið að koma í skoðunarferðir og hafa af þessu gaman. Siðavandur kveðst hafa rætt við nágrannann og reynt koma vitinu fyrir hann og fá hann til að mála yfir viðbjóðinn en hann hafi neitað því og sagt að hórkörlum væri bara hollt að fá siðferðislega hundahreinsun og vera minntir á boðorðin og brot á þeim. Hann ráði því hvernig, hvar og með hvaða hætti hann tjái sig og spyrji hvorki kóng né prest um það. Veggjakrot og veggjahrollvekja “Veggskreytingar” geta greinlega verið með ýmsu móti og hugarfarið að baki þeim líka. Þær geta verið allt frá bústnum englum, biblíutilvinunum, blómum og álfum til djöfla, kláms, subbuskapar, hatursáróðurs og svívirðinga af öllum toga. Allt þetta getur verið sjónmengun og atlögur að fegurðarskyni fólks og blygðunarsemi. Sjónmengun getur verið alveg jafn slæm og óþolandi fyrir nágranna og annars konar áreiti sem oftar reynir á eins og t.d. hávaði, reykur, vatn , titringur og tré á lóðamörkum. Það er margt bröltið sem valdið getur nágranna ama og óþægindum og honum kann að vera óskylt að una við. Stundum getur hann gripið til lagalegra úrræða til að stöðva athafnir sem fara úr hófi og fela í sér brot gagnvart honum. Stundum verður hann að láta við það sitja að krefjast þess að úr óþægindunum sé dregið niður að þeim mörkum sem hann verður að þola. Sumar athafnir nágranna verð menn að umlíða jafn vel þótt truflun, ónæði og leiðindi stafi af þeim. Þú skalt ekki girnast eða drýgja hitt eða þetta Aftur að bílskúrsgaflinum. Það myndi almennt ekki særa og pirra þótt vegglistamaður leggi út af boðorðunum og skrifi: “Þú skalt ekki girnast konu nágranna þíns” og “Þú skalt ekki drýgja hór”. Gildir einu þótt það sé myndskreytt með lostafullum, feitum berrössuðum englum. Almennt þætti slíkt góð eða alla vega meinlítil siðferðisleg áminning og saklaus latína. En það er gömul saga og ný að áhrif og áreyti er háð því sem fram fer í huga þess er horfir og les og hvernig hann meðtekur, upplifir og túlkar hlutina. Það sem vekur ógeð og óhug eins getur svo vel verið öðrum til ánægju og yndisauka. Þeir sem hafa misjafnt mjöl í sínu hjónapokahorni horfa á slíkt og túlka með angist, kvöl og pínu meðan við hinir erum sælir og sáttir við guð og menn. Boðorðin tæpast bönnuð Það er örugglega mjög erfitt ef ekki ómögulegt að fá svona biblíutilvitnanir á bílskúrsgafli bannaðar með lagalegum aðferðum og úrræðum þótt þær geti að sönnu komið mjög illa við einhverja af framangreindum ástæðum. Hér verður að beita almennum kvarða og horfa á hlutina með augum hins venjulega siðprúða meðal-Jón. Annarlegar hvatir. Önnur fræði en lögfræðin Ef horft er sérstaklega til djöflamynda, klámmynda, hótana og svívirðinga þá er augljóst að eitthvað meira en lítið er að fullorðnu fólki sem “skreytir” hús sín með slíku hvort sem það er af illfýsi eða einhverjum öðrum annarlegum hvötum. Það eru kannski einhver önnur fræði en lögfræðin sem ættu að fást við svona lagað. Svona athæfi getur varðað við ýmsar skráðar lagareglur og einnig óskráðar reglur nábýlisréttar. Þetta getur bæði verið lögreglumál og einkamál og stjórnsýslumál. Hegningarlagabrot Hér getur verið um hegningarlagabrotað ræða sem kæra má til lögreglu. Hótanir eru refsiverðar. Í svívirðingum, hvort heldur eru í orðum eða myndium, geta falist ærumeiðingar. Einnig kemur til álita hvort hér sé um brot gegn blygðunarsemi með lostugu athæfi. Þá kann að hafa verið brotið gegn klámákvæði hegningarlaga en það er eins og alþjóð veit bæði loðið og teygjanlegt. Hugsanlega mætti skoða hvort þetta gæti verið refsivert sem guðlast. Lögreglusamþykktir Þetta getur farið í bága viðlögreglusamþykktirsem hafa að geyma sektarviðurlög við ýmsum velsæmisbrotum. Það varðar t.d. refsingu að hafa í frammi móðagandi háttalag sem ónáðar nágranna. í lögreglusamþykktum er bannað að mála, teikna og krota á mannvirki til almenningsnota en þar er ekki minnst á útveggi húsa og hvað eigendur mega gera við þá. Í sumum lögreglusamþykktum segir að ekki megi hengja neitt á gafla eða húshliðar sem er til óprýði og óþrifnaðar. Slík ákvæði eru arfur frá gamalli tíð og voru sett til höfuð úldnum fiski, hákarli, húðum, skinnum o.þ.h. En það er alls ekki útilokað að með lagalegri hugkvæmni og lipurð megi fella svona “skreytilist” undir slík ákvæði sem nýmóðins birtingarmynd á ógeði og subbuskap. Byggingarlöggjöfin Þetta gæti líka verið brot á byggingarlöggjöfinni. Byggingaryfirvöld geta gripið inn í ef þau telja að útlit húss sé til vansa og óprýði. Byggingarfulltrúi gæti að ákveðnum skilyrðum fullnægðum látið mála fyrir veggi á kostnað viðkomandi ef viðkomandi þrjóskast við að gera það sjálfur þrátt fyrir tilmæli þ.a.l. Grenndarreglur Loks getur svona framganga og háttsemi verið brot á óskráðum reglum grenndarréttar eða nábýlisréttar. Menn verða að fara að með tillitsemi og gát við hagýtingu eigna sinna og mega ekki valda nágranna sínum óþarfa, ama og ónæði.. Grenndarreglur vega saman athafnafrelsi eins eiganda á móti friðar- og næðisrétti annars. Mönnum er á annan bóginn heimil sú eignahagnýsting sem er að öllu virtu venjuleg og eðlileg og á hinn bóginn þurfa nágrannar ekki að sætta sig við meiri truflun og ónæði en gengur og gerist. Grenndarreglur þegar um sjónmengun er að tefla Yfirleitt reynir á grenndarreglur þegar ónæði felst í hávaða, reyk, lykt, vatni, titringi eða þvíumlíku. En ekki er loku fyrir það skotið að sjónmengun og áreiti slíkt sem hér um ræðir teljist óleyfileg hagnýting eignar samkvæmt grenndarreglum. Á svona álitaefni hefur þó aldrei reynt hér á landi svo mér sé kunnugt. Raunar þekki ég heldur ekkert dæmi eða dómsmál hér um frá nágrannalöndum okkar. Grenndarréttarúrræði Sá Siðvandi sem þarf að horfa upp á þennan ófögnuð og líða við það vítiskvalir gæti, auk kærumála, gripið til úrræða einkaréttareðlis á grundvelli reglna um grenndarrétt. og farið í einkamál og krafist þess að gleðigjafinn málaði yfir ósköpin eða alla vega þau mestu, ef til vill að viðlögðum dagsektum. Að grípa sjálfur til aðgerða er refsivert sem sjálftaka og gertæki Siðavandur spyr hvort honum um sé heimilt að grípa sjálfur til sinna ráða og aðgerða og mala mála yfir ósköpin. Svarið er nei! Telji menn rétt á sér brotinn ber þeim að snúa sér til réttra yfirvalda og grípa til þeirra lagalegu úrræða sem í lög eru skrifuð og fara í hvívetna eftir forskriftum laga í því efni. Þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur m eð því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálfir. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Nágrannadeilur Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Brotin boðorð á bílskúrsvegg Siðavandur spyr hvað sé til ráða vegna dónalegra, ögrandi og meiðandi orða og teikninga nágranna á bílskúrsgafli við lóðamörk en þessi ófögnuður blasi við úr stofu- og eldhúsglugga í húsi fyrirspyrjanda. Spurt er hver sé réttur fólks í slíkum tilvikum? Mega perrar og hálfperrar mála hvað sem er á vegginn sinn? Þurfa nágrannar að þola hvaða viðbjóð sem er? Má maður sjálfur fara á stúfana og mála yfir svona nokkuð? Siðvandur tekur fram að þessi maður hafi verið í lagi og góðvinur sinn þar til hann hafi fengið þá flugu í höfuðið að Siðavandur ætti vingott við konu sína. Það segir Siðavandur ýkjur og nánast úr laus lofti gripið eða þannig. Fram til þess hafi gaflinn verið einlitur og ekki sært blygðunarsemi neins. Nú séu þar hæðnisleg og klúr skilaboð og dónalegar myndir og teikningar. Einnig séu þar hreinar svívirðingar, dónaskapur, klám og jafnvel hótanir, dulbúnar þó. Segir Siðavandur að þetta beinist allt ljóst og leynt að sér vegna áðurnefndra ranghugmynda nágrannans. Siðavandur segir þetta valda fjölskyldu sinni mikilli armmæðu og hugarvíli.. Kona sín sé buguð og eyðilögð og vilji helst flytja, börnin eigi mjög bágt og aldraðir foreldrar hans og tengdaforeldrar geti ekki horft upp á þetta og séu hættir að koma í heimsókn. Vinnufélagar, vinir og aðrir nágrannar hafi þetta margir í flimtingum og séu með eilíf skot og pílur. Sumir séu líka meira að segja farnir að gruna hann um græsku. Ókunnugt fólk sé farið að koma í skoðunarferðir og hafa af þessu gaman. Siðavandur kveðst hafa rætt við nágrannann og reynt koma vitinu fyrir hann og fá hann til að mála yfir viðbjóðinn en hann hafi neitað því og sagt að hórkörlum væri bara hollt að fá siðferðislega hundahreinsun og vera minntir á boðorðin og brot á þeim. Hann ráði því hvernig, hvar og með hvaða hætti hann tjái sig og spyrji hvorki kóng né prest um það. Veggjakrot og veggjahrollvekja “Veggskreytingar” geta greinlega verið með ýmsu móti og hugarfarið að baki þeim líka. Þær geta verið allt frá bústnum englum, biblíutilvinunum, blómum og álfum til djöfla, kláms, subbuskapar, hatursáróðurs og svívirðinga af öllum toga. Allt þetta getur verið sjónmengun og atlögur að fegurðarskyni fólks og blygðunarsemi. Sjónmengun getur verið alveg jafn slæm og óþolandi fyrir nágranna og annars konar áreiti sem oftar reynir á eins og t.d. hávaði, reykur, vatn , titringur og tré á lóðamörkum. Það er margt bröltið sem valdið getur nágranna ama og óþægindum og honum kann að vera óskylt að una við. Stundum getur hann gripið til lagalegra úrræða til að stöðva athafnir sem fara úr hófi og fela í sér brot gagnvart honum. Stundum verður hann að láta við það sitja að krefjast þess að úr óþægindunum sé dregið niður að þeim mörkum sem hann verður að þola. Sumar athafnir nágranna verð menn að umlíða jafn vel þótt truflun, ónæði og leiðindi stafi af þeim. Þú skalt ekki girnast eða drýgja hitt eða þetta Aftur að bílskúrsgaflinum. Það myndi almennt ekki særa og pirra þótt vegglistamaður leggi út af boðorðunum og skrifi: “Þú skalt ekki girnast konu nágranna þíns” og “Þú skalt ekki drýgja hór”. Gildir einu þótt það sé myndskreytt með lostafullum, feitum berrössuðum englum. Almennt þætti slíkt góð eða alla vega meinlítil siðferðisleg áminning og saklaus latína. En það er gömul saga og ný að áhrif og áreyti er háð því sem fram fer í huga þess er horfir og les og hvernig hann meðtekur, upplifir og túlkar hlutina. Það sem vekur ógeð og óhug eins getur svo vel verið öðrum til ánægju og yndisauka. Þeir sem hafa misjafnt mjöl í sínu hjónapokahorni horfa á slíkt og túlka með angist, kvöl og pínu meðan við hinir erum sælir og sáttir við guð og menn. Boðorðin tæpast bönnuð Það er örugglega mjög erfitt ef ekki ómögulegt að fá svona biblíutilvitnanir á bílskúrsgafli bannaðar með lagalegum aðferðum og úrræðum þótt þær geti að sönnu komið mjög illa við einhverja af framangreindum ástæðum. Hér verður að beita almennum kvarða og horfa á hlutina með augum hins venjulega siðprúða meðal-Jón. Annarlegar hvatir. Önnur fræði en lögfræðin Ef horft er sérstaklega til djöflamynda, klámmynda, hótana og svívirðinga þá er augljóst að eitthvað meira en lítið er að fullorðnu fólki sem “skreytir” hús sín með slíku hvort sem það er af illfýsi eða einhverjum öðrum annarlegum hvötum. Það eru kannski einhver önnur fræði en lögfræðin sem ættu að fást við svona lagað. Svona athæfi getur varðað við ýmsar skráðar lagareglur og einnig óskráðar reglur nábýlisréttar. Þetta getur bæði verið lögreglumál og einkamál og stjórnsýslumál. Hegningarlagabrot Hér getur verið um hegningarlagabrotað ræða sem kæra má til lögreglu. Hótanir eru refsiverðar. Í svívirðingum, hvort heldur eru í orðum eða myndium, geta falist ærumeiðingar. Einnig kemur til álita hvort hér sé um brot gegn blygðunarsemi með lostugu athæfi. Þá kann að hafa verið brotið gegn klámákvæði hegningarlaga en það er eins og alþjóð veit bæði loðið og teygjanlegt. Hugsanlega mætti skoða hvort þetta gæti verið refsivert sem guðlast. Lögreglusamþykktir Þetta getur farið í bága viðlögreglusamþykktirsem hafa að geyma sektarviðurlög við ýmsum velsæmisbrotum. Það varðar t.d. refsingu að hafa í frammi móðagandi háttalag sem ónáðar nágranna. í lögreglusamþykktum er bannað að mála, teikna og krota á mannvirki til almenningsnota en þar er ekki minnst á útveggi húsa og hvað eigendur mega gera við þá. Í sumum lögreglusamþykktum segir að ekki megi hengja neitt á gafla eða húshliðar sem er til óprýði og óþrifnaðar. Slík ákvæði eru arfur frá gamalli tíð og voru sett til höfuð úldnum fiski, hákarli, húðum, skinnum o.þ.h. En það er alls ekki útilokað að með lagalegri hugkvæmni og lipurð megi fella svona “skreytilist” undir slík ákvæði sem nýmóðins birtingarmynd á ógeði og subbuskap. Byggingarlöggjöfin Þetta gæti líka verið brot á byggingarlöggjöfinni. Byggingaryfirvöld geta gripið inn í ef þau telja að útlit húss sé til vansa og óprýði. Byggingarfulltrúi gæti að ákveðnum skilyrðum fullnægðum látið mála fyrir veggi á kostnað viðkomandi ef viðkomandi þrjóskast við að gera það sjálfur þrátt fyrir tilmæli þ.a.l. Grenndarreglur Loks getur svona framganga og háttsemi verið brot á óskráðum reglum grenndarréttar eða nábýlisréttar. Menn verða að fara að með tillitsemi og gát við hagýtingu eigna sinna og mega ekki valda nágranna sínum óþarfa, ama og ónæði.. Grenndarreglur vega saman athafnafrelsi eins eiganda á móti friðar- og næðisrétti annars. Mönnum er á annan bóginn heimil sú eignahagnýsting sem er að öllu virtu venjuleg og eðlileg og á hinn bóginn þurfa nágrannar ekki að sætta sig við meiri truflun og ónæði en gengur og gerist. Grenndarreglur þegar um sjónmengun er að tefla Yfirleitt reynir á grenndarreglur þegar ónæði felst í hávaða, reyk, lykt, vatni, titringi eða þvíumlíku. En ekki er loku fyrir það skotið að sjónmengun og áreiti slíkt sem hér um ræðir teljist óleyfileg hagnýting eignar samkvæmt grenndarreglum. Á svona álitaefni hefur þó aldrei reynt hér á landi svo mér sé kunnugt. Raunar þekki ég heldur ekkert dæmi eða dómsmál hér um frá nágrannalöndum okkar. Grenndarréttarúrræði Sá Siðvandi sem þarf að horfa upp á þennan ófögnuð og líða við það vítiskvalir gæti, auk kærumála, gripið til úrræða einkaréttareðlis á grundvelli reglna um grenndarrétt. og farið í einkamál og krafist þess að gleðigjafinn málaði yfir ósköpin eða alla vega þau mestu, ef til vill að viðlögðum dagsektum. Að grípa sjálfur til aðgerða er refsivert sem sjálftaka og gertæki Siðavandur spyr hvort honum um sé heimilt að grípa sjálfur til sinna ráða og aðgerða og mala mála yfir ósköpin. Svarið er nei! Telji menn rétt á sér brotinn ber þeim að snúa sér til réttra yfirvalda og grípa til þeirra lagalegu úrræða sem í lög eru skrifuð og fara í hvívetna eftir forskriftum laga í því efni. Þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur m eð því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálfir. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun