Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 10:28 Svandís Svavarsdóttir segir ekki lagaheimild fyrir því að stöðva veiðarnar nú. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. Þetta gera samtökin í kjölfar útgáfu álits fagráðs um velferð dýra, sem birt var í gær. Í tilkynningu samtakanna er vísað í álitið, sem byggir á skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðarnar sumarið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að veiðar á stórhvelum hér við land samræmdust ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þá kemur fram að hugmyndir Hvals hf. um notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki öruggan og skjótan dauðdaga. Ljóst er að augu margra eru á Íslandi um þessar mundir en búist er við að hvalveiðar hefjist á morgun. Yfir 300 þúsund manns fylgjast með Facebook-síðu WDC og yfir 6.000 Facebook-síðu Hard to Port. Þá hafa Hollywood-stjörnur vakið athygli á undirskriftalistum gegn hvalveiðum Íslendinga og för Paul Watson hingað til lands til að trufla veiðarnar verið ítarlega skrásett á Facebook-síðunni Captain Paul Watson. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ítrekað sagt að ekki sé lagagrunnur til staðar til að afturkalla veiðiheimildir Hvals hf. í sumar, jafnvel þótt skýrsla MAST sé sláandi. Hún segir óvissu um hvort hægt sé að stunda hvalveiðar sem samræmast þeim gildum sem hafi verið lögfest með lögum um velferð dýra. Þess má geta að fulltrúi Bænadsamtaka Íslands í fagráðinu um velferð dýra bókaði sérstaklega að efasemdir væru uppi um hvort hvalir heyrðu undir umrædda löggjöf, þar sem til væru sér lög um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta gera samtökin í kjölfar útgáfu álits fagráðs um velferð dýra, sem birt var í gær. Í tilkynningu samtakanna er vísað í álitið, sem byggir á skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðarnar sumarið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að veiðar á stórhvelum hér við land samræmdust ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þá kemur fram að hugmyndir Hvals hf. um notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki öruggan og skjótan dauðdaga. Ljóst er að augu margra eru á Íslandi um þessar mundir en búist er við að hvalveiðar hefjist á morgun. Yfir 300 þúsund manns fylgjast með Facebook-síðu WDC og yfir 6.000 Facebook-síðu Hard to Port. Þá hafa Hollywood-stjörnur vakið athygli á undirskriftalistum gegn hvalveiðum Íslendinga og för Paul Watson hingað til lands til að trufla veiðarnar verið ítarlega skrásett á Facebook-síðunni Captain Paul Watson. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ítrekað sagt að ekki sé lagagrunnur til staðar til að afturkalla veiðiheimildir Hvals hf. í sumar, jafnvel þótt skýrsla MAST sé sláandi. Hún segir óvissu um hvort hægt sé að stunda hvalveiðar sem samræmast þeim gildum sem hafi verið lögfest með lögum um velferð dýra. Þess má geta að fulltrúi Bænadsamtaka Íslands í fagráðinu um velferð dýra bókaði sérstaklega að efasemdir væru uppi um hvort hvalir heyrðu undir umrædda löggjöf, þar sem til væru sér lög um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37