Segir Xi hafa heitið því að senda Rússum ekki vopn Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2023 14:27 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína. AP/Leah Millis Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór í dag á fund Xi Jinping, forseta Kína, en eftir fundinn hétu þeir því að bæta samskipti ríkjanna. Þau hafa versnað verulega á undanförnum árum. Xi sagðist ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum. Blinken sagði að Xi hefði neitað að opna aftur samskipti milli herja Bandaríkjanna og Kína, eins og Bandaríkjamenn báðu um. Þá sagði Blinken að Xi hefði heitið því að senda Rússum ekki vopn sem þeir geti notað við innrásina í Úkraínu. Fyrir fundinn með Xi hafði Blinken rætt við utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Ákveðið var í dag að halda frekari fundi í næstunni. AP fréttaveitan segir óljóst hvort ráðamenn ríkjanna tveggja muni getað fundið lausn á deilumálum þeirra en mörg þeirra mála skipta miklu máli fyrir stöðugleika í heiminum. Lítið bendir til þess að hvorug fylking er tilbúin til þess að gefa eftir. Mikil spenna Mikill spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína en hún hefur aukist mjög á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs tilkalls Kínverja til nánast alls Suður-Kínahafs. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa staðið í gífurlega umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa varað við því að hernaðargeta Kína vari að nálgast getu Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Xi sagðist ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum. Blinken sagði að Xi hefði neitað að opna aftur samskipti milli herja Bandaríkjanna og Kína, eins og Bandaríkjamenn báðu um. Þá sagði Blinken að Xi hefði heitið því að senda Rússum ekki vopn sem þeir geti notað við innrásina í Úkraínu. Fyrir fundinn með Xi hafði Blinken rætt við utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Ákveðið var í dag að halda frekari fundi í næstunni. AP fréttaveitan segir óljóst hvort ráðamenn ríkjanna tveggja muni getað fundið lausn á deilumálum þeirra en mörg þeirra mála skipta miklu máli fyrir stöðugleika í heiminum. Lítið bendir til þess að hvorug fylking er tilbúin til þess að gefa eftir. Mikil spenna Mikill spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína en hún hefur aukist mjög á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs tilkalls Kínverja til nánast alls Suður-Kínahafs. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa staðið í gífurlega umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa varað við því að hernaðargeta Kína vari að nálgast getu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira