Sendir samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn Jón Daníelsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Geðheilbrigði Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun