Þjálfari Slóvakíu segir Ísland með sterka liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 09:01 Hinn ítalski Francesco Calzona mun stýra Slóvakíu á Laugardalsvelli þann 17. júní. SPORT.SK Francesco Calzona, þjálfari Slóvakíu, er spenntur fyrir leik Íslands og Slóvakíu þann 17. júní. Hann segir íslenska liðið spila sem eina liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik. Blaðamannafundur Slóvakíu var haldinn árla morguns og fór fram á slóvakísku en Calzona eins og nafnið gefur til kynna er Ítali. Það var því bæði túlkur sem þýddi fyrir hann og svo annar sem þýddi fyrir þá íslensku, og erlendu, fjölmiðla sem mættir voru. Það má því reikna með að eitthvað af svörum þjálfarans hafi skolast til í hvísluleiknum sem átti sér stað en hér að neðan má lesa það helsta sem fram fór á téðum blaðamannafundi. Slóvakía mun ekki æfa á Laugardalsvelli í aðdraganda leiksins. Calzona, sem hefur stýrt landsliði Slóvakíu síðan í ágúst á síðasta ári, segir liðið hafa undirbúið sig vel heima fyrir og sá undirbúningur hafi staðist væntingar. Hann telur því ekki nauðsynlegt að mæta snemma til Íslands og æfa hér á landi í aðdraganda leiksins. Segir sína menn tilbúna í allt Þjálfari Slóvakíu var spurður út í hvað gæti breyst hjá Íslandi með tilkomu nýs þjálfara, Åge Hareide. „Við erum tilbúnir í allt. Með nýjum þjálfara koma nýjar hugmyndir og áherslur en við höfum unnið undirbúningsvinnuna og höfum sýnt leikmönnunum hverju má búast við. Þeir eru með líkamlega sterkt lið, við þurfum að vera tilbúnir í líkamleg átök en við munum spila okkar leik.“ „Íslenska landsliðið hefur fjölda toppleikmanna sem spila erlendis. Þótt einstaklingsgæði séu til staðar þá tel ég liðsheildina gera liðið mun sterkara,“ sagði Calzona enn fremur um íslenska liðið. Slóvakía hefur ekki enn fengið á sig mark í riðlinum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg en vann Bosníu- Hersegóvínu 2-0. Staðan í riðlinum eftir tvo leiki er þannig að Portúgal er efst með sex stig, Slóvakía er með fjögur, Bosnía-Hersegóvína og Ísland bæði með þrjú stig, Lúxemborg eitt og Liechtenstein er án stiga. „Með góðum úrslitum getum við komist í góða stöðu. Þeir eiga erfiðan leik gegn Portúgal eftir leikinn gegn okkur. Ég er ekki stressaður, bara fullur eftirvæntingar. Þurfum að senda jákvæð skilaboð til liðsins.“ Ekki búinn að ákveða byrjunarlið Hann gaf ekkert upp varðandi stöðuna á miðverðinum Milan Škriniar. Sá lék með Inter í 0-1 tapinu gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu nýverið. Þá er hann sagður vera að ganga í raðir París Saint-Germain þegar samningur hans í Mílanó-borg rennur út. Sömu sögu var að segja af Marek Hamšík en þessi 35 ára gamli miðjumaður mun leggja skóna á hilluna eftir landsleikjatörnina sem er nú að fara í gang. Marek Hamšík spilaði lengi vel með Napoli. Í dag er annar Slóvakí að gera það gott þar á bæ.Dino Panato/Getty Images Calzona var aðstoðarþjálfari Napoli frá 2015-18 sem og hann var í þjálfarateymi félagsins frá 2021-22. Það gladdi hann því mjög að sjá Napoli vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina á dögunum. Sérstaklega þar sem Slóvakinn Stanislav Lobotka var í lykilhlutverki. Hann segir að Slóvakía muni byggja lið sitt í kringum áreiðanlega leikmenn eins og Lobotka. Samt sem áður tók hann fram að allir hefðu æft vel og það væri erfitt að ákveða hvaða 11 myndu byrja leikinn. „Ég er stuðningsmaður Napoli svo ég er mjög ánægður. Þeir spila fallegan fótbolta og voru á toppnum frá upphafi tímabils. Ég á marga vini í Napoli svo ég er glaður fyrir þeirra hönd,“ sagði Calzona að endingu. Ísland mætir Slóvakíu á morgun, en Kristján Örn Sigurðsson skoraði þetta mark þegar liðin mættust árið 2009. Rewind to this goal from Kristján Örn Sigurðsson against tomorrow's opponents Slovakia.#AfturáEM pic.twitter.com/0cCyrHjfuj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2023 Leikur Íslands og Slóvakíu fer fram á morgun, þann 17. júní. Leikurinn hefst kl. 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Blaðamannafundur Slóvakíu var haldinn árla morguns og fór fram á slóvakísku en Calzona eins og nafnið gefur til kynna er Ítali. Það var því bæði túlkur sem þýddi fyrir hann og svo annar sem þýddi fyrir þá íslensku, og erlendu, fjölmiðla sem mættir voru. Það má því reikna með að eitthvað af svörum þjálfarans hafi skolast til í hvísluleiknum sem átti sér stað en hér að neðan má lesa það helsta sem fram fór á téðum blaðamannafundi. Slóvakía mun ekki æfa á Laugardalsvelli í aðdraganda leiksins. Calzona, sem hefur stýrt landsliði Slóvakíu síðan í ágúst á síðasta ári, segir liðið hafa undirbúið sig vel heima fyrir og sá undirbúningur hafi staðist væntingar. Hann telur því ekki nauðsynlegt að mæta snemma til Íslands og æfa hér á landi í aðdraganda leiksins. Segir sína menn tilbúna í allt Þjálfari Slóvakíu var spurður út í hvað gæti breyst hjá Íslandi með tilkomu nýs þjálfara, Åge Hareide. „Við erum tilbúnir í allt. Með nýjum þjálfara koma nýjar hugmyndir og áherslur en við höfum unnið undirbúningsvinnuna og höfum sýnt leikmönnunum hverju má búast við. Þeir eru með líkamlega sterkt lið, við þurfum að vera tilbúnir í líkamleg átök en við munum spila okkar leik.“ „Íslenska landsliðið hefur fjölda toppleikmanna sem spila erlendis. Þótt einstaklingsgæði séu til staðar þá tel ég liðsheildina gera liðið mun sterkara,“ sagði Calzona enn fremur um íslenska liðið. Slóvakía hefur ekki enn fengið á sig mark í riðlinum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg en vann Bosníu- Hersegóvínu 2-0. Staðan í riðlinum eftir tvo leiki er þannig að Portúgal er efst með sex stig, Slóvakía er með fjögur, Bosnía-Hersegóvína og Ísland bæði með þrjú stig, Lúxemborg eitt og Liechtenstein er án stiga. „Með góðum úrslitum getum við komist í góða stöðu. Þeir eiga erfiðan leik gegn Portúgal eftir leikinn gegn okkur. Ég er ekki stressaður, bara fullur eftirvæntingar. Þurfum að senda jákvæð skilaboð til liðsins.“ Ekki búinn að ákveða byrjunarlið Hann gaf ekkert upp varðandi stöðuna á miðverðinum Milan Škriniar. Sá lék með Inter í 0-1 tapinu gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu nýverið. Þá er hann sagður vera að ganga í raðir París Saint-Germain þegar samningur hans í Mílanó-borg rennur út. Sömu sögu var að segja af Marek Hamšík en þessi 35 ára gamli miðjumaður mun leggja skóna á hilluna eftir landsleikjatörnina sem er nú að fara í gang. Marek Hamšík spilaði lengi vel með Napoli. Í dag er annar Slóvakí að gera það gott þar á bæ.Dino Panato/Getty Images Calzona var aðstoðarþjálfari Napoli frá 2015-18 sem og hann var í þjálfarateymi félagsins frá 2021-22. Það gladdi hann því mjög að sjá Napoli vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina á dögunum. Sérstaklega þar sem Slóvakinn Stanislav Lobotka var í lykilhlutverki. Hann segir að Slóvakía muni byggja lið sitt í kringum áreiðanlega leikmenn eins og Lobotka. Samt sem áður tók hann fram að allir hefðu æft vel og það væri erfitt að ákveða hvaða 11 myndu byrja leikinn. „Ég er stuðningsmaður Napoli svo ég er mjög ánægður. Þeir spila fallegan fótbolta og voru á toppnum frá upphafi tímabils. Ég á marga vini í Napoli svo ég er glaður fyrir þeirra hönd,“ sagði Calzona að endingu. Ísland mætir Slóvakíu á morgun, en Kristján Örn Sigurðsson skoraði þetta mark þegar liðin mættust árið 2009. Rewind to this goal from Kristján Örn Sigurðsson against tomorrow's opponents Slovakia.#AfturáEM pic.twitter.com/0cCyrHjfuj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2023 Leikur Íslands og Slóvakíu fer fram á morgun, þann 17. júní. Leikurinn hefst kl. 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn