Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2023 23:00 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Arnar Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur
Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira