Lögmaður beinir spjótum að Páleyju í kjölfar sýknudóms Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 23:13 Hólmgeir segist efast um að sams konar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu. Lögmaður konu sem sýknuð var fyrir umsáturseinelti gegn Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, segist efast um að slík ákæra hefði birst annars staðar á landinu. Málið sé dapurt í alla staði. Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27