Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2023 09:16 Trump er talinn sigurstranglegastur í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024 þrátt fyrir sakamálarannsóknir á honum. AP/Charlie Neibergall Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. New York Times segir ekki ljóst hvenær Trump fékk þessar upplýsingar en það að hann hafi fengið tilkynninguna bendi til þess að rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sé á lokametrunum. Tilkynning til mögulegra sakborninga af þessu tagi sé oft undanfari ákæru. Rannsóknin beinist að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Trump vildi ekki staðfesta við New York Times að honum hefði verið tilkynnt að hann yrði ákærður. Eitt nokkurra yfirvofandi sakamála Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Málsvörn Trump hefur til þessa byggst á að hann hafi á einhvern hátt „sjálfkrafa“ aflétt leynd af skjölunum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Það eigi hann að hafa gert með almennri fyrirskipun til ráðgjafa sinna um að öll gögn sem hann hefði með sér þaðan skyldu ekki lengur teljast leynileg. Smith rannsakar einnig tiltraunir Trump og bandamanna hans til þess að snú við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 en henni er sagt miða hægar en þeirri á leyniskjölunum. Þá sætir Trump ákæru í þagnargreiðslumáli í New York og rannsókn fyrir tilraunir sínar til að breyta úrslitum forsetakosninganna í Georgíu fyrir rúmum tveimur árum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. 1. júní 2023 09:09 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
New York Times segir ekki ljóst hvenær Trump fékk þessar upplýsingar en það að hann hafi fengið tilkynninguna bendi til þess að rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sé á lokametrunum. Tilkynning til mögulegra sakborninga af þessu tagi sé oft undanfari ákæru. Rannsóknin beinist að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Trump vildi ekki staðfesta við New York Times að honum hefði verið tilkynnt að hann yrði ákærður. Eitt nokkurra yfirvofandi sakamála Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Málsvörn Trump hefur til þessa byggst á að hann hafi á einhvern hátt „sjálfkrafa“ aflétt leynd af skjölunum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Það eigi hann að hafa gert með almennri fyrirskipun til ráðgjafa sinna um að öll gögn sem hann hefði með sér þaðan skyldu ekki lengur teljast leynileg. Smith rannsakar einnig tiltraunir Trump og bandamanna hans til þess að snú við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 en henni er sagt miða hægar en þeirri á leyniskjölunum. Þá sætir Trump ákæru í þagnargreiðslumáli í New York og rannsókn fyrir tilraunir sínar til að breyta úrslitum forsetakosninganna í Georgíu fyrir rúmum tveimur árum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. 1. júní 2023 09:09 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24
Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. 1. júní 2023 09:09
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01