Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 20:37 Helga Áss var heldur heitt í hamsi á fundi borgarstjórnar í kvöld. Skjáskot Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira