Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Kristinn Haukur Guðnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. júní 2023 16:24 Kristrún segir að hægt sé að klára allar tillögurnar fyrir þinglok ef vilji stendur til. Egill Aðalsteinsson Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. „Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar. Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar.
Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent