Segir ómögulegt að ná Verstappen og er farinn að huga að næsta tímabili Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 12:00 Lewis Hamilton segir ómögulegt að berjast við Max Verstappen um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Edmund So/Eurasia Sport Images/Getty Images Þrátt fyrir að aðeins tæplega þriðjungur af tímabilinu í Formúlu 1 sé lokið segist sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton strax vera farinn að huga að næsta tímabili. Ekki sé hægt að berjast við Max Verstappen á Red Bull um heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira