Breytingastjórnun, krasskúrs fyrir Kópavogsbæ Haraldur R Ingvason skrifar 30. maí 2023 17:00 Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar