Breytingastjórnun, krasskúrs fyrir Kópavogsbæ Haraldur R Ingvason skrifar 30. maí 2023 17:00 Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar