Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Íbúar hafa skeggrætt stigann á íbúahópi Breiðholts og segja hann stinga í stúf við umhverfi sitt. Vísir/Vilhelm Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44