Við höfum lagt 23 ár í púkkið Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 24. maí 2023 12:01 Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar