Í hvernig samfélagi viljum við búa? Oddný Harðardóttir skrifar 23. maí 2023 17:00 Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar