Takmörk fyrir fjölda blómakerja sem „spretti upp eins og gorkúlur“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2023 14:40 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvort fólk hafi slasast vegna blómakerjanna, til að mynda dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um slíkt liggja ekki fyrir hjá borginni. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að eins mikið og hún hafi gaman af blómum þá séu takmörk fyrir því hvað rétt sé að koma upp mörgum blómakerjum í borgarlandinu. Borgin gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að uppsetningu blómakerja í borgarlandinu. Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún. Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún.
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira