Öruggasti pylsuvagn í heimi Sigurjón Þórðarson skrifar 17. maí 2023 14:30 Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar