24 kvartanir á sjö árum vegna eineltis eða áreitni af hálfu starfsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2023 07:01 Háskólinn setti sér verklagsreglur um viðbrögð við einelti og öðru ofbeldi árið 2017. Vísir/Vilhelm Frá 2016 til með apríl 2023 bárust Háskóla Íslands 24 ábendingar eða kvartanir um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanna skólans. Kvartanirnar skiptust þannig niður á svið: átta tengdust félagsvísindasviði, fimm verkfræði- og náttúruvísindasviði, fjórar heilbrigðisvísindasviði, þrjár menntavísindasviði og tvær hugvísindasviði. Þrjár tengdust miðlægri stjórnsýslu og í einu tilviki varðaði kvörtun starfsmenn á fleiri en einu fræðasviði. Þetta kemur fram í svörum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um aðgerðir HÍ gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. „Í öllum tilvikum var brugðist við ábendingum og kvörtunum, og þær teknar til athugunar. Uppfylli kvörtun eða ábending skilyrði málsmeðferðar (m.a. að aðili sem kvartað er undan tilheyri hópi starfsfólks eða nemenda, og að efni kvörtunar heyri undir verksvið fagráðs eða viðbragðsteymis) er mál tekið til formlegrar meðferðar, nema sérstakar ástæður liggi fyrir (t.d. að málshefjandi óski eftir að mál sé ekki tekið til formlegrar meðferðar). Alls uppfylltu 18 mál þessi skilyrði,“ segir í svörum ráðherra, sem byggja á upplýsingum frá HÍ. „Í fjórum tilvikum var það niðurstaða fagráðs eða viðbragðsteymis að um væri að ræða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanns Háskóla Íslands, eins og þau hugtök eru skilgreind samkvæmt lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Í þeim tilvikum leggur fagráð eða viðbragðsteymi fram tillögur til aðgerða og úrbóta í samræmi við gildandi verklagsreglur. Slíkar tillögur miða að því að stöðva umrædda hegðun og gera ráðstafanir til að sú hegðun endurtaki sig ekki.“ Ekki kemur fram til hvaða úrræða var gripið í umræddum fjórum tilvikum. Svör ráðherra. Kynferðisofbeldi Háskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Kvartanirnar skiptust þannig niður á svið: átta tengdust félagsvísindasviði, fimm verkfræði- og náttúruvísindasviði, fjórar heilbrigðisvísindasviði, þrjár menntavísindasviði og tvær hugvísindasviði. Þrjár tengdust miðlægri stjórnsýslu og í einu tilviki varðaði kvörtun starfsmenn á fleiri en einu fræðasviði. Þetta kemur fram í svörum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um aðgerðir HÍ gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. „Í öllum tilvikum var brugðist við ábendingum og kvörtunum, og þær teknar til athugunar. Uppfylli kvörtun eða ábending skilyrði málsmeðferðar (m.a. að aðili sem kvartað er undan tilheyri hópi starfsfólks eða nemenda, og að efni kvörtunar heyri undir verksvið fagráðs eða viðbragðsteymis) er mál tekið til formlegrar meðferðar, nema sérstakar ástæður liggi fyrir (t.d. að málshefjandi óski eftir að mál sé ekki tekið til formlegrar meðferðar). Alls uppfylltu 18 mál þessi skilyrði,“ segir í svörum ráðherra, sem byggja á upplýsingum frá HÍ. „Í fjórum tilvikum var það niðurstaða fagráðs eða viðbragðsteymis að um væri að ræða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanns Háskóla Íslands, eins og þau hugtök eru skilgreind samkvæmt lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Í þeim tilvikum leggur fagráð eða viðbragðsteymi fram tillögur til aðgerða og úrbóta í samræmi við gildandi verklagsreglur. Slíkar tillögur miða að því að stöðva umrædda hegðun og gera ráðstafanir til að sú hegðun endurtaki sig ekki.“ Ekki kemur fram til hvaða úrræða var gripið í umræddum fjórum tilvikum. Svör ráðherra.
Kynferðisofbeldi Háskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira